70 tegundir krabbameina

Prófið greinir um 90 prósent tilfella.
Prófið greinir um 90 prósent tilfella. AFP

Vísindamenn binda vonir við að ný tegund blóðprufa komi til með að marka þáttaskil í baráttunni við sjúkdóminn. Um er að ræða blóðprufu sem kallast Trucheck. Fyrstu rannsóknir benda til þess að með henni sé hægt að greina 70 tegundir krabbameina.

Þá sé hægt að greina níu af hverjum tíu krabbameinstilfellum á frumstigi, það er að segja áður en meinið kann að hafa dreift úr sér og/eða valdið miklum skaða.

Tæknin hefur hingað til aðeins verið boðin einstökum aðilum en vonast er til þess að aðferðin verði orðin viðurkenndur staðall innan fimm til tíu ára. Verði það að veruleika gætu læknar framtíðarinnar upprætt krabbamein löngu áður en einkenni gera vart við sig. Breska óhagnaðardrifna fyrirtækið Cancer Screening Trust er nýbyrjað að deila út Trucheck-prófinu til einstakra skjólstæðinga. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert