Lyf með efni úr ofskynjunarsveppum við þunglyndi

Sviðsett mynd sem sýnir meðferð með aðstoð lyfsins COMP360 psilocybin.
Sviðsett mynd sem sýnir meðferð með aðstoð lyfsins COMP360 psilocybin. AFP

Nýtt lyf byggt á efni sem er að finna í ofskynjunarsveppum getur dregið úr einkennum alvarlegs þunglyndis í allt að 12 vikur.

Þetta kemur fram í niðurstöðum prófana á lyfinu.

25 milligramma tafla af psilocybin kemur sjúklingum í draumkennt ástand sem gerir það að verkum að líklegra verður fyrir sálfræðimeðferð að virka, að því er BBC greinir frá.

Lyfið sem um ræðir.
Lyfið sem um ræðir. AFP

En skammtímaáhrifin geta verið slæm og stuðningur þarf alltaf að vera innan seilingar, að sögn vísindamanna.

Talið er að um 100 milljónir manna um heim allan þjáist af alvarlegu þunglyndi og bregst ekki við neinni meðferð sem er í boði. 30% þeirra reyna að fremja sjálfsvíg.

Vísindamenn hafa rannsakað áhrif psilocybin og andlegrar vanheilsu í mörg ár. Vonir standa til að þetta nýja lyf muni koma að góðum notum í framtíðinni.

mbl.is