Mikið sótt í testósterón

Sigrún Hjartardóttir kvensjúkdómalæknir.
Sigrún Hjartardóttir kvensjúkdómalæknir. mbl.is/Arnþór

Ávísun karlhormónsins testósteróns til kvenna hefur margfaldast á skömmum tíma. Um er að ræða gel sem borið er á húð. „Fram að september 2021 voru afgreiddar um það bil jafn margar lyfjaávísanir á testósteróni til kvenna í hverjum mánuði og verið hafði mörg ár á undan. Ekki er ljóst hvort þær konur hafi allar verið með vandamál sem tengdist breytingaskeiðinu,“ segir Sigrún Hjartardóttir, kvensjúkdómalæknir hjá Kvenheilsu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

„Svo gerist eitthvað fyrir um ári. Frá því í september 2021 og fram í lok febrúar 2022 um það bil tvöfaldaðist fjöldi lyfja­ávísana á testósteróni til kvenna, en eftir það sést gífurleg aukning. Ef maður ber saman fjölda lyfja­ávísana á testósteróni til kvenna í nýliðnum september og október við september fyrir ári þá er fjölgunin rúmlega átjánföld.“

Sigrún telur að orsökin sé meðal annars umræða á samfélagsmiðlum um breytingaskeiðið.

Mikið álag

Sigrún segir að ótrúlega mikið álag sé á 40-50 ára gömlum konum, einmitt þegar breytingaskeiðið hefst. Þær eru oft á hátindi starfsferilsins og í krefjandi starfi. Mikið álag getur einnig verið á konunum heima.

Börn geta verið á ýmsum aldri með mismunandi þarfir. Sumar eru orðnar ömmur og vilja hjálpa til með barnabörnin og svo getur umönnun aldraðra foreldra bæst við. Álagið verður til þess að sumar konur greinast með kvíða og þunglyndi og detta jafnvel út af vinnumarkaði.

Sigrún telur að ef hugsað sé um velferð þessara kvenna og hagsæld þjóðarinnar ætti að gefa konum tækifæri til að minnka við sig vinnu án þess að skerða laun á þessu mikla álagstímabili.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert