Ánægja með nýtt lyf við Alzheimer

Ánægja er með niðurstöður rannsóknarinnar.
Ánægja er með niðurstöður rannsóknarinnar. Ljósmynd/Thinkstock

Sérfræðingar hafa lýst yfir mikilli ánægju með niðurstöðu rannsóknar á nýju lyfi við Alzheimer-sjúkdómnum. Þeir vara þó við því að rannsóknin hafi verið tiltölulega lítil í sniðum og að lyfið geti haft alvarlegar aukaverkanir.

Lyfið kallast lecanemab og er ætlað að hægja á hrörnun heilans. Fram kom í niðurstöðum rannsóknarinnar að lyfið hægði á hrörnuninni um 27 prósent á 18 mánaða tímabili.

Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu New England Journal of Medicine. Þrátt fyrir ánægjuna með lyfið koma þar fram áhyggjur af aukaverkunum á borð við heilablæðingu og bólgur.

17,3 prósent þeirra sem fengu lyfið urðu fyrir heilablæðingu, samanborið við 9 prósent hjá þeim sem fengu lyfleysu. 12,6 prósent þeirra sem tóku lyfið fengu bólgu í heila, samanborið við 1,7 prósent þeirra sem fengu lyfleysu.

Lyfið var þróað af fyrirtækjunum Biogen og Eisai.

„Þetta er fyrsta lyfið sem býður upp á alvöru möguleika á meðferð við Alzheimer,“ sagði vísindamaðurinn Bart De Strooper sem starfar í Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert