SMS-skilaboð þrjátíu ára í dag

Smáskilaboð eru sögð stór hluti af þróun farsíma úr tólum …
Smáskilaboð eru sögð stór hluti af þróun farsíma úr tólum sem talað er í yfir í tól sem horft er á. ROSLAN RAHMAN

Fyrsta SMS-skilaboðið var sent fyrir þrjátíu árum í dag. Þann 3. desember 1992 sendi Bretinn Neil Papworth stutt en hnitmiðuð smáskilaboð á yfirmanninn sinn:

„Gleðileg jól“.

Vinsældir SMS-skilaboða dalað

Papworth fékk ekkert svar en skilaboðin voru fjarri því að vera þau seinustu af þessari gerð. Þegar vinsældir SMS-skilaboð voru í hæstu hæðum voru um 150 milljarðar slíkra boða send á ári hverju.

Vinsældir þeirra hafa dalað ögn síðustu ár sökum nýrra samskiptamáta á borð við Whatsapp, Facebook Messenger og skilaboðaþjónustu Apple, iMessage. Þjónustur þessar bjóða flestar upp á dulkóðun skilaboða sem er ekki mögulegt með hefðbundnum SMS-skilaboðum. 

Í upphafi gátu SMS-skilaboð einungis verið 160 stafbila löng en tæknin að baki þeim hefur þróast mjög. Nú er hægt að senda tjákn með SMS skilaboðum og myndir, með MMS-skilaboðum, þó upplausn þeirra mynda sé takmörkum háð. 

Frétt BBC um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert