Fokdýrt hátækniklósett komið á markað

Numi 2.0
Numi 2.0 Ljósmynd/Kohler.com

Bandaríski baðvöruframleiðandinn Kohler hefur sett á markað snjallklósettið Numi 2.0, hið fyrsta sem er með innbyggða Alexa raddstýringu. 

Salernið var fyrst kynnt árið 2019 og er nú loks fáanlegt til kaups, en verðmiðinn hljóðar upp á 11500 dollara, eða sem samsvarar tæpum 1,7 milljónum króna. 

Hlaðið tækni og forðar heimiliserjum 

Auk raddstýringarinnar, sem gerir manni til að mynda kleift að spila tónlist úr innbyggðum hátölurum skartar þetta hátæknisalerni auk þess búnaði til að skola og þerra afturendann, sjálfvirkum lyktareyði, hreinsikerfi með útfjólubláu ljósi og hita í sæti.

Klósettið gæti svo mögulega komið í veg fyrir heimiliserjur, að minnsta kosti ef fólk pirrar sig að setan sé skilin eftir uppi, en hreyfiskynjari sér um að opna setuna sjálfvirkt, og ekki síst, loka henni aftur að aðgerðum loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert