BMW afhjúpar bíl sem getur skipt litum

Oliver Zipse, stjórnarformaður BMW. afhjúpar BMW i VISION Dee, bíl …
Oliver Zipse, stjórnarformaður BMW. afhjúpar BMW i VISION Dee, bíl sem getur meðal annars skipt litum. AFP/Ethan Miller

BMW afhjúpaði bíl sem getur skipt litum og getur sýnt stafræn gögn inn á framrúðu, meðal annars frá aksturstölvu, á viðburði tengdum CES-tæknisýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær.

Ytra byrði bílsins getur verið í öllum regnbogans litum, bæði í einlit og marglita í ýmsum útfærslum.

Stella Clarke, verkefnastjóri BMW, kynnir litaskiptamöguleika bílsins.
Stella Clarke, verkefnastjóri BMW, kynnir litaskiptamöguleika bílsins. AFP/Ethan Miller
Litaskiptamöguleikar bílsins eru miklir.
Litaskiptamöguleikar bílsins eru miklir. AFP/Ethan Miller

BMW hefur með hönnuninni opnað á möguleikann að breyta framrúðunni í fullgildan skjá með tækni sem blandar saman sýndarveruleika og raunveruleika.

Arnold Schwarzenegger, leikari og fyrrum ríkisstjóri Kaliforníuríkis, var viðstaddur þegar BMW i VISION Dee bíllinn var kynntur. Hann grínaðist með bílinn sem gæddur er slíkri tækni.

„Ég var svolítið áhyggjufullur því í flestum myndunum mínum voru tækin óvinir okkar, nú eru þau okkar bandamenn.“

Það fór vel á með leikaranum og fyrrum ríkisstjóra Kaliforníu, …
Það fór vel á með leikaranum og fyrrum ríkisstjóra Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger og Oliver Zipse, stjórnarformanni BMW við afhjúpun BMW i VISION Dee á CES-tæknisýningunni í gær. AFP/Ethan Miller
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert