Hægt að nálgast upplýsingar um vegabréf rafrænt

Íslensk vegabréf.
Íslensk vegabréf. mbl.is/Golli

Landsmenn geta nú nálgast upplýsingar um vegabréfið sitt og barna í sinni forsjá undir skírteini inni á „mínum síðum“ á Island.is.

Í tilkynningu á vefnum segir að þar birtist nú almennar upplýsingar eins og nafn, kyn, númer vegabréfs og gildistími þess.

Þetta mun auðvelda fólki að nálgast upplýsingar úr sínu vegabréfi eða barna í sinni forsjá t.d. þegar á að bóka á flug,“ segir í tilkynningunni en áfram þarf fólk þó að vera með vegabréf sitt meðferðis á ferðalögum erlendis. 

Þá segir að síðar á árinu verði hægt að sækja um vegabréf og ganga frá greiðslu á vefsíðunni áður en farið er í myndatöku hjá sýslumanni. Einnig verður hægt að staðfesta forsjá rafrænt milli forsjáraðila.

Sömuleiðis er unnið að því að því að birta upplýsingar um vegabréf í Ísland.is appinu og verður það kynnt sérstaklega þegar það er klárt.

mbl.is