Greinir krabbamein með um 90% nákvæmni

Viðamiklar rannsóknir í Bretlandi hafa sýnt fram á að mögulegt …
Viðamiklar rannsóknir í Bretlandi hafa sýnt fram á að mögulegt er að nema fjölda krabbameina í blóði með einfaldri blóðprufu. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Viðamiklar rannsóknir í Bretlandi hafa sýnt fram á að mögulegt er að nema fjölda krabbameina í blóði með einfaldri blóðprufu, en nú er boðið upp á blóðprufur til að greina krabbamein á frumstigi hér á landi. Þetta staðfestir Auðun Sigurðsson læknir í samtali við Morgunblaðið.

Að mati Auðuns gæti verið um byltingu að ræða þegar kemur að greiningu krabbameins. Um er að ræða þjónustu í einkageiranum og þarf því að kaupa sér blóðprufuna en Auðun segir það óskandi að þessi greiningaraðferð verði tekin inn í heilbrigðiskerfið.

Auðun Svavar Sigurðsson læknir.
Auðun Svavar Sigurðsson læknir. Ljósmynd/Aðsend

Auðun bendir á mikilvægi þess að krabbamein sé greint snemma, sem margfaldar líkur á að hægt sé að vinna bug á meininu. Oftast geri krabbamein ekki vart við sig fyrr en þau eru langt gengin, sem takmarkar meðferðarmöguleika og gæti því blóðprufa bjargað lífi sumra. Miðað við rannsókn sem Auðun vísar til er prófið rúmlega 90% nákvæmt í greiningu sinni.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert