Gervigreind geti nýst vel í skólum

Róbert segir að um sé að ræða byltingu,
Róbert segir að um sé að ræða byltingu, Ljósmynd/Colourbox

Róbert Bjarnason, frumkvöðull og framkvæmdastjóri Íbúa ses., heldur í vikunni námskeið þar sem kennt verður á vinsæl gervigreindarforrit á borð við tungumálaforritið ChatGPT og myndvinnsluforritið Dall-E 2. Róbert segir að um sé að ræða byltingu, þar sem forritin geti hraðað framþróun í ekki aðeins heilu atvinnugreinunum heldur einnig ýmsum rannsóknarverkefnum.

„Ég held að menntakerfið sé vel í stakk búið til þess að takast á við þetta vegna þess að við erum búin að þurfa að kljást við svipað, á borð við Google Translate, um tíma,“ segir Róbert en borið hefur á því að nemendur víða um heim hafi nýtt sér ChatGPT til þess að svindla í náminu, en forritið getur skrifað heilu ritgerðirnar frá grunni. Best væri að innleiða gervigreindarforrit í námskrár, að hans mati. „Að fá ChatGPT til þess að gagnrýna hugmyndina þína, sem dæmi.“ 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert