Meta kynnir áskrift á Facebook og Instagram

Meta er eigandi samfélagsmiðlanna Facebook, Instagram og Whatsapp.
Meta er eigandi samfélagsmiðlanna Facebook, Instagram og Whatsapp. AFP/Lionel Bonaventure

Meta, eigandi samfélagsmiðlanna Facebook, Instagram og Whatsapp, ætlar að bjóða upp á áskriftarleið, svipaða þeirri sem Twitter kynnti á síðasta ári.  

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti áformin um Meta Verified í gær. 

Áskriftarleiðin felst í því að aðgangur þekktra notenda verður auðkenndur á Instagram og Facebook með bláum miða. 

Þannig er aðgangurinn varinn gegn þjófnaði á auðkennum og ef notendur lenda í vandræðum geta þeir haft samband beint við þjónustudeild Meta. 

Opnað verður fyrir áskriftina í þessari viku í Ástralíu og á Nýja Sjálandi, og svo síðar í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum. 

Valkvætt fyrir eldri en 18 ára

Áskriftin mun kosta 11,99 dollara á mánuði, eða um 1.740 krónur, fyrir þá sem nota miðlana í vafra en 14,99 dollara á mánuði fyrir þá sem nota miðlana í smáforritum.  

Áskriftin er valkvæð og eru einungis í boði fyrir þá sem eru eldri en 18 ára. 

Meta segir hugmyndina hafa kviknað út frá fjölda beiðna frá áhrifavöldum sem eru að auka umsvif sín á samfélagsmiðlunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert