Himneskt stefnumót reikistjarna

Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu-Sævar
Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu-Sævar mbl.is/Kristinn Magnússon

Sævar Helgi Bragason, oftar þekktur sem Stjörnu-Sævar hvetur fólk til þess að horfa til himins og fylgjast með reikistjörnunum Venus og Júpíter á næstu dögum en á miðvikudaginn munu pláneturnar tvær virðast snertast á himni.

Sævar segir aðstæður til að gá að stjörnum góðar á næstu dögum og bendir einnig fólki að hafa augun opin fyrir kröftugum norður ljósum sem kunni að vera á kreiki í kvöld og út vikuna vegna efna sem sprengingar í sólinni gefa frá sér og valda norðurljósum. Pláneturnar má sjá með berum augum en Sævar mælir einnig með að nota handsjónauka sem geri fólki kleift að skoða tungl Venusar. 

Samkvæmt Sævari er Júpíter lækkandi á himni en Venus hækkandi og því líti þær út fyrir snertast vegna stöðu þeirra á himninum. Venus verður áberandi fram á sumar, eða þangað til að sumarbirtan yfirgnæfir hana, en Júpíter mun hverfa sjónum seinni part marsmánaðar. Hann hvetur því fólk til að líta til himins á kvöldmatartíma næstu daga á meðan báðar plánetur eru enn sýnilegar.  

Tunglið og Venus munu einnig mætast á himni í hverjum mánuði fram á sumar, þar sem tunglið er einn mánuð að ferðast um jörðina og á því himneskt stefnumót” við reikistjörnu í mánuði hverjum. Sævar segir því gott fyrir áhugasama að hafa dagsetningarnar 24. mars, 23. apríl og 23. maí í huga til að fylgjast með stefnumótum tunglsins við Venus.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert