Heimssamtök um málefni offitu (World obesity Federation) spá því að að um helmingur mannkyns muni glíma við offitu árið 2035.
Er því spáð að ríflega 4 milljarða manna muni þjást vegna þessa og mun líkamsástandið að óbreyttu leggjast hlutfallslega þyngst á börn á næstu árum.
BBC greinir frá að búist sé við því að lág- og millistéttarfólk í Asíu og Afríku muni sýna mestan vöxt of feitra barna.
Sagt er offita leggist í svipuðu hlutfalli á bæði kyn.
Loiuse Bauer sem fer fyrir samtökunum telur að stjórnvöld um allan heim þurfi að taka málið föstum tökum. Fyrir séð er aukið álag á heilbrigðiskerfi með tilheyrandi kostnaði og félagsleg vandamál.
Níu af þeim tíu löndum þar sem áætlað er að hlutfall fólks í ofþyngd muni vaxa hraðast er í vanþróuðum löndum sem eru að við það eða hafa komist í bjargálnir undanfarin ár.