Forritið sem mun gera starfið þitt úrelt

Ljóst þykir að forritið ChatGPT sem var stofnað af OpenAI …
Ljóst þykir að forritið ChatGPT sem var stofnað af OpenAI muni koma til með að valda straumhvörfum innan samfélagsins. AFP/Lionel Bonaventure

„Stjórnvöld hafa hafið vegferðina í að skilja þetta. Þetta mun hafa mjög mikil áhrif á atvinnulífið og gríðarleg áhrif á menntakerfið. Krakkarnir eru löngu búnir að fatta þetta áður en að foreldrarnir gera það, eins og alltaf.“

Þetta segir Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi hjá Deloitte og stjórnarmaður í Almannarómi, miðstöð um máltækni, en hann telur að mögulega muni gervigreindarforritið ChatGPT vera orðið álíka gott í íslensku og það er í ensku eftir þrjá til sex mánuði.

Björgvin setur þó þann varnagla á spá sína að í tækniheiminum er oft ómögulegt að spá hversu hratt eða hægt ákveðnar breytingar eiga sér stað.

„Það er mjög erfitt að spá um svona. Ég er meira svona að spá í þetta en að spá um þetta. Það er haft eftir Bill Gates að við ofmetum alltaf breytingar á tveimur árum og vanmetum þær á tíu.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert