Kynna nýtt lyf í New Orleans

Höfuðstöðvar Alvogen
Höfuðstöðvar Alvogen mbl.is/Kristinn Magnússon

Líftæknifyrirtækið Alvotech kynna fyrirhugaða hliðstæðu lyfsins Stelara, á ársþingi bandarískra húðsjúkdómalækna í New Orleans, í dag. 

Stelara er líftæknilyf við ýmsum algengum ónæmis og bólgusjúkdómum, þar á meðal svæðisgarnabólgu, betur þekkt sem Crohns-sjúkdómur, og psoriasis, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Lyfið, AVT04, var nýlega tekið til skoðunar af bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) og bíður fyrirtækið nú niðurstaða frá eftirlitinu um hvort lyfið hljóti markaðsleyfi þar í landi.

Í kynningu Alvotech á rannsókn um virkni, öryggi og þolanleika AVT04 lyfsins, sé jafngild virkni Stelara. Rannsóknir á lyfinu voru bæði gerðar á einstaklingum sem þjást af psoriasis og á heilbrigðum einstaklingum.

Líf­tækni er tækni sem ger­ir það mögu­legt að nota líf­ver­ur til að fram­leiða nýj­ar afurðir eða breyta nátt­úru­leg­um ferl­um.

Alvotech, sem var stofnað af Róberti Wessman, vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert