Fyrsta þrívíddarprentaða eldflaugin á loft

Eldflaugin tekur á loft.
Eldflaugin tekur á loft. AFP/Relativity Space

Heimsins fyrstu þrívíddarprentuðu eldflauginni var skotið á loft í gærkvöldi eftir að tvær tilraunir til þess höfðu misheppnast. Flauginni tókst þó ekki að komast á sporbaug um jörðu vegna vandkvæða sem sköpuðust.

Ómannaða eldflaugin, Terran 1, var smíðuð af bandaríska frumkvöðlafyrirtækinu Relativity Space. Hún átti að safna upplýsingum og sýna að þrívíddarprentuð eldflaug getur tekið á loft og flogið út í geiminn.

Terran 1.
Terran 1. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert