Rannsaka svitalykt sem meðferð við félagsfælni

Sviti er þunnur vökvi sem útkirtlar í húðinni seyta út …
Sviti er þunnur vökvi sem útkirtlar í húðinni seyta út á yfirborð húðarinnar. Ljósmynd/Pixabay

Að þefa af líkamslykt annarra gæti verið gagnlegt í meðferð við félagsfælni samkvæmt sænskum vísindamönnum.

BBC greinir frá því að vísindamennirnir hafi notað svita við rannsóknir sínar sem sjálfboðaliðar hafa tekið þátt í. 

Tilgáta þeirra er að lyktin hafi róandi áhrif á taugaboð heilans sem hafa með tilfinningar að gera. Of snemmt er að segja til um hvort vísindamennirnir hafi rétt fyrir sér. 

Vísindamennirnir munu kynna niðurstöður sínar á ráðstefnu í París í vikunni. 

48 konur tóku þátt 

Vísindamennirnir báðu sjálfboðaliða um að gefa svita úr handakrikum sínum er þeir voru annað hvort að horfa á hryllingsmynd eða gamanmynd. 

Þá voru 48 konur með félagsfælni beðnar um að finna lyktina af sýnunum, ásamt því að fara í gegnum hugleiðslumeðferð. 

Sumar kvennanna fundu lykt af alvöru sýni en aðrar fundu einungis lykt af hreinu lofti. 

Konurnar sem fundu lykt af alvöru svita virtust svara meðferðinni við félagsfælni betur en þær sem fundu ekki lykt af svita. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert