Ísland.is á borðum nokkurra ráðuneyta

ESA hafi sent Há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu ­bréf í hverju …
ESA hafi sent Há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu ­bréf í hverju það sagði Ísland.is dugði ekki sem upp­lýs­inga- og þjónustumiðstöð ríkisins Ljósmynd/Pexels/PhotoMIX

Nokkur ráðuneyti skoða nú athugasemdir frá Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) sem varða upplýsinga- og þjónustumiðstöðina Ísland.is. Stjórnvöld ætlast til þess að veita svör á næstu mánuðum.

Í vikunni var greint frá því að ESA hafi sent há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu ­bréf þess efnis að Ísland.is uppfylli ekki þær kröfur sem Evrópska efnahagssvæðisins setur fyrir um að gegna hlut­verki upp­lýs­inga- og þjónustumiðstöðvar hins opinbera.

„Íslensk stjórnvöld leggja sig alltaf fram við að koma til móts við ábendingar frá ESA“ segir Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri í há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu, í samtali við mbl.is.

Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri Há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­isins.
Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri Há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­isins. Ljósmynd/Stjórnarráðið

„Þetta er komið í skoðun hjá nokkrum ráðuneytum sem hafa aðkomu að þessu og verður í skoðun núna næstu daga og ESA mun fá svar innan tveggja mánaða.“ segir Ásdís en ESA gaf íslenskum stjórnvöldum tveggja mánaða fyrirvara áður en lengra yrði gengið í málunum. 

Hún segir að málið snerti fleiri ráðuneyti, fjármálaráðuneytið til að mynda en og einnig sé til skoðunar hvort menningar- og viðskiptaráðuneyti komi að málinu. „Þetta er klárlega ekki bara á okkar vettvangi.“

„Tveir sérfræðingar sem að koma að þessu í ólíkum ráðuneytum eru nú að bera saman bækur sínar og meta viðbrögðin. Málið er í raun og veru bara í því að greina þetta, sjá hvar það á helst heima.“ segir hún. „Þetta kallar á samráð nokkurra ráðuneyta.“

Hún segir að það hún geti lítið annað sagt eins og staðan er núna annað en en að það verði brugðist við ábendingum ESA innan tveggja mánaða.

mbl.is