Beint: Ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun

Meðal annars verður fjallað um skipulagsgerð með það að markmiði …
Meðal annars verður fjallað um skipulagsgerð með það að markmiði að auka loftslagsþol, áskoranir tengdar hækkandi sjávarstöðu, áhrif loftslagsbreytinga þvert á landamæri og náttúrumiðaðar lausnir sem leið til þess að búa sig undir breyttan heim. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023 og af því tilefni stendur Veðurstofa Íslands, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, fyrir norrænni ráðstefnu um loftslagsbreytingar og aðlögun, NOCCA23.

Ráðstefnan fer fram dagana 17. og 18. apríl á Grand hótel auk þess sem hægt verður að fylgjast með í streymi hér fyrir neðan. 

:


 

Á ráðstefnunni í ár verður lögð sérstök áhersla á hvernig sveitarfélög á Norðurlöndunum undirbúa sig undir áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga. Meðal annars verður fjallað um skipulagsgerð með það að markmiði að auka loftslagsþol, áskoranir tengdar hækkandi sjávarstöðu, áhrif loftslagsbreytinga þvert á landamæri og náttúrumiðaðar lausnir sem leið til þess að búa sig undir breyttan heim, að því er segir í tilkynningu.  

Á viðburðinum verða saman komnir norrænir sérfræðingar í viðfangsefninu frá sveitarfélögum og ráðuneytum, fagstofnunum og fyrirtækjum, háskólum og félagasamtökum. Það er því ljóst að um einstakt tækifæri er að ræða til þess að skiptast á þekkingu og læra af því sem vel hefur verið gert og jafnvel því sem illa hefur farið.   

Fyrri dagur ráðstefnunnar samanstendur af fjölbreyttum fyrirlestrum en á seinni deginum gefst fundargestum tækifæri á að taka í áhugaverðum og skemmtilegum vinnustofum þar sem meðal annars verður notast við íslensk tilfelli til þess leita að úrlausnum áskorana. Niðurstöður ráðstefnunnar verða teknar saman í stefnuskjal sem mun nýtast sem leiðarvísir fyrir áframhaldandi norrænt samstarf á þessu sviði, segir enn fremur. 

Dagskrána má skoða hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert