Upp­lýsingar úr vega­bréfum að­gengi­legar raf­rænt

Nauðsynlegt er þó að hafa með sér hefðbundið vegabréf á …
Nauðsynlegt er þó að hafa með sér hefðbundið vegabréf á ferðalagi. mbl.is/Hjörtur

Grunnupplýsingar sem finna má í vegabréfi eru nú aðgengilegar inni á Ísland.is. Breytingin mun til dæmis gera það auðveldara að nálgast upplýsingar til þess að bóka flug. Upplýsingarnar verður þó ekki hægt að nota á ferðalagi í stað hefðbundinna vegabréfa.

Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands.

Þá eru frekari breytingar á umsóknarkerfi um ný vegabréf væntanlegar en á næstu vikum verður það gert mögulegt að sækja um vegabréf á stafrænan máta.

Einnig er unnið að því að möguleiki verði að staðfesta forsjá rafrænt en það muni einfalda umsóknarferli um vegabréf töluvert fyrir til dæmis foreldra sem að búa ekki á sama svæði. Þá verður ekki nauðsyn fyrir báða foreldra að koma með barninu sínu til þess að sækja um vegabréf.

Það sem af er ári hafa 13.503 vegabréf verið framleidd en árið 2022 voru að meðaltali gefin út um 3.758 vegabréf á mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert