Spjallmennið „gaslýsti“ notendur

Snapchat hefur kynnt sitt eigið spjallmenni sem knúið er af …
Snapchat hefur kynnt sitt eigið spjallmenni sem knúið er af gervigreind. AFP

Samfélagsmiðillinn Snapchat hefur kynnt spjallmenni sitt sem það kallar „My AI“ sem hefur hlotið misjákvæðar móttökur frá notendum eftir að hafa logið að notendum sínum. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið.

Spjallmennið er knúið af mállíkaninu ChatGPT, sem er einnig notað af leitarvélinni Microsoft Bing. Snapchat hefur sagt My AI geti framkvæmt verkefni eins og að svara spurningum, gefa ráð og jafnvel skipuleggja ferðir.

Spjallmennið hefur fengið mikla gagnrýni á samfáelgsmiðlum seinustu daga, þar sem spjallmennið birtist efst í tengiliðaskrá notenda og ekki er hægt að breyta því nema notandi greiði fyrir áskrift af Snapchart+ sem notar 3,99 pund (um 675 kr) á mánuði. Með áskriftinni

"Hvar er ég?"

Spjallmennið hefur hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að ljúga að notendum. Til dæmis var einn netverji sem greindi frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að spjallmennið hafði ítrekað sagt að það vissi ekki staðsetningu notandans. Samt sem áður vissi spjallmennið nákvæmlega hvar næsti McDonalds-skyndibitastaður væri í nágreni notandans. 

„Þessi Snapchat-gervigreind er að reyna að gaslýsa mig,“ segir í Twitter-færslu notandans.

Fleiri netverjar greindu einnig frá svipaðri reynslu.

Samfélagsmiðillinn hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem það greinir frá því að spjallmennið safni ekki neinum „nýjum staðsetningarupplýsingum“ frá notendum. Þar kemur fram að appið hafi aðeins aðgang að upplýsingu um staðsetningu notenda ef þeir samþykkja að deila þeim með miðlinum.

Snapchat hefur nú uppfært spjallmennið svo að það ljúgi ekki aftur að notendum um staðsetningu þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert