Skrefi nær kveikjunni að parkinsons?

Talið er að parkinsons-sjúklingar í heiminum séu um tíu milljónir. …
Talið er að parkinsons-sjúklingar í heiminum séu um tíu milljónir. Flestir fá sjúkdóminn eftir sextugt en tíundi hver fyrir fimmtugt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsakendur við Háskólann í Helsinki í Finnlandi hafa leitt að því líkur að ákveðin afbrigði desúlfóvíbríó-bakteríunnar, loftfirrtrar efnaorkunýtandi bakteríu sem afoxar brennistein og súlfat, séu orsök parkinsons-sjúkdóms í flestum tilvikum. Bakterían finnst víða, svo sem í jarðvegi, vatni og skólpi auk þess að vera algeng í meltingarvegi manna og dýra.

Gera rannsakendurnir þessa uppgötvun sína heyrumkunna í grein sem þeir hafa birt í vísindatímaritinu Frontiers in Cellular and Infection Microbiology og segir Per Saris, prófessor við Háskólann í Helsinki, í yfirlýsingu á vef háskólans að niðurstöður fimmmenninganna, sem greinina skrifa, séu þýðingarmiklar.

„Það sem við höfum fundið er eftirtektarvert þar sem orsakir parkinsons-sjúkdómsins hafa verið á huldu þrátt fyrir að grafist hafi verið fyrir um þær um tveggja alda skeið. Niðurstöðurnar gefa til kynna að viss afbrigði desúlfóvíbríó-bakteríu séu líkleg til að valda sjúkdómnum. Einkum eru það umhverfisþættir sem valda sjúkdómnum, það er að segja berskjöldun gagnvart bakteríunni þar sem hana er að finna,“ greinir prófessorinn frá.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert