Lengja á geymslutímann

Til stendur að breyta gildandi reglugerð um tæknifrjóvgun.
Til stendur að breyta gildandi reglugerð um tæknifrjóvgun. Ljósmynd/Colourbox

Heilbrigðisráðuneyti stefnir á að gera breytingar á hámarksgeymslutíma kynfrumna og fósturvísa. Í drögum að reglugerð sem birt hefur verið í samráðsgátt leggur ráðuneytið til að hámarksgeymslutími fósturvísa verði lengdur úr tíu árum í 35 ár og að hámarksgeymslutími kynfrumna verði lengdur úr 20 árum sem er hámarksgeymslutími í dag í 50 ár.

Í núgildandi reglum er kveðið á um að þegar hámarksgeymslutíminn er liðinn skuli, óháð vilja eigenda, fósturvísum og kynfrumum eytt. Lagt er til að í væntanlegri reglugerð verði kveðið á um skyldu þjónustuveitanda til að tilkynna áður en fósturvísum og kynfrumum sem eru í geymslu er eytt.

Hægt er að nálgast fréttina í heild sinni í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert