Vilja setja skorður við gervigreind í Evrópu

Drög að reglugerð verða lögð fyrir þingið í næsta mánuði.
Drög að reglugerð verða lögð fyrir þingið í næsta mánuði. AFP/Lionel Bonaventure

Þingmenn Evrópuþingsins greiddu í dag atkvæði um reglugerð sem ætlað er að setja skorður við ChatGPT og fleiri gervigreindarforrit. Atkvæðagreiðslan er talin mikilvægt fyrsta skref í þessu ferli og binda þingmenn vonir við að hægt verði að samþykkja reglugerðina bráðlega.

Þingmennirnir sem greiddu atkvæði um reglugerðina eiga sæti í nefndum þingsins um neytendavernd og borgaralegt frelsi.

Var yfirgnæfandi meirihluti sammála um að takmarka hvernig hægt verði að nota gervigreind í Evrópu á sama tíma og stuðla eigi að framþróun gervigreindarinnar.

Leggja á drög að reglugerð um málið fyrir Evrópuþingið í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert