Facebook sendi sjálfvirkar vinabeiðnir

Bilun kom upp í kerfi Facebook í dag sem sendi …
Bilun kom upp í kerfi Facebook í dag sem sendi sjálfkrafa vinabeiðni á alla reikninga sem skoðaðir voru. AFP

Í dag var óheppilegur dagur til að skoða fyrrverandi maka á Facebook, en Meta, hefur beðist afsökunar vegna bilunar sem Facebook notendur segja hafa sent sjálfvirkar vinabeiðnir á alla Facebook-reikninga sem þeir skoðuðu. 

Samkvæmt The Daily Beast, greindi talsmaður Meta frá því að bilunin hafi verið löguð, en hún hafi stafað af nýlegri uppfærslu í forriti þeirra. „Við höfum komið í veg fyrir að þetta gerist aftur og biðjumst velvirðingar á öllum óþægindum sem notendur kunna að hafa orðið fyrir.“

Margir netverjar tók til Twitter til að vara aðra við. Sumum þótti atvikin skondin, en öðrum var ekki skemmt og þótti þau ýmist vandræðaleg eða brot á friðhelgi einkalífs síns.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert