Gagnamagn farsíma fer vaxandi ár frá ári

Ekkert lát er á miklum vexti gagnamagns á farsímanetinu.
Ekkert lát er á miklum vexti gagnamagns á farsímanetinu. mbl.is/Hari

Gagnamagn á farsímanetinu heldur áfram að aukast og jókst það um 23% í fyrra frá árinu á undan. Heldur hefur þó dregið úr aukningunni en á árinu 2020 jókst gagnamagn farsímanetsins um 49,4% milli ára og á árinu 2021 um 25,2%. Heildargagnamagn sem fer um fastanetið í fjarskiptakerfinu fer einnig vaxandi en það jókst um rúm 12 prósent á síðasta ári og er um 90% þess vegna niðurhals.

Þessar upplýsingar koma fram í tölfræðiskýrslu Fjarskiptastofu fyrir árið 2022 þar sem birtar eru upplýsingar um íslenska fjarskiptamarkaðinn.

Farsímaáskriftum fjölgaði í fyrra um fimm prósent en landsmenn töluðu þó ekki lengur í farsíma sína en árinu á undan þar sem fjöldi mínútna úr farsímum var aðeins um 0,6% meiri í fyrra en á árinu 2021.

Áskrifendum að heimasímum heldur áfram að fækka. Var samdrátturinn í fjölda heimila og fyrirtækja með heimasíma 7,4% í fyrra. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert