Stafræn útgáfa af Titanic í fullri stærð

Skjáskot úr myndskeiði BBC af stafrænni útgáfu Titanic.
Skjáskot úr myndskeiði BBC af stafrænni útgáfu Titanic.

Fyrsta stafræna útgáfan í fullri stærð af Titanic hefur verið búin til eftir kortlagningu á skipsflakinu neðansjávar.

Flakið liggur á 3.800 metra dýpi í Atlantshafi.

Með þessari nýju útgáfu er hægt að skoða einstaka þrívíddarútgáfu af öllu skipinu, að því er BBC greindi frá.

Vonast er til því að með þessu verði hægt að varpa nýju ljósi hvað varð nákvæmlega til þess að skemmtiferðaskipið sökk árið 1912.

Yfir 1.500 fórust

Meira en 1.500 manns fórust þegar skipið sigldi á ísjaka í jómfrúarferð sinni frá ensku borginni Southampton til New York í Bandaríkjunum.

„Það eru enn spurningar, grundvallarspurningar, sem þarf að svara vegna skipsins,” sagði Parks Stephenson, Titanic-sérfræðingur, við BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert