Truflanir á Instagram

Instagram lá niðri.
Instagram lá niðri. AFP

Samskiptamiðillinn Instagram lá niðri í um klukkustund í kvöld. Notendur út um allan heim hafa tilkynnt um truflanir á miðlinum.

Truflanir virðast hafa gert vart við sig um tíuleytið í kvöld samkvæmt vefsíðunni downdetector.com, sem tekur saman tilkynningar þessa efnis.

Instagram, sem er í eigu Meta, móðurfyrirtækis Facebook, hefur ekki gefið skýringar á þessu enn sem komið er.

mbl.is