Um þriðjungur mannkyns hefur enn ekki aðgang að netinu, þrátt fyrir að aldrei hafi jafn margir einstaklingar og nú verið nettengdir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem var birt í gær.
Netnotendum hefur fjölgað um 100 milljónir miðað við síðasta ár, að því er segir í skýrslu Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU). Það þýðir að um 67% jarðarbúa eru nú tengdir vefnum, eða um 5,4 milljarðar. Á sama tíma hafa 2,6 milljarðar ekki slíkt aðgengi að veraldarvefnum.
Doreen Bogdan-Martin, framkvæmdastjóri ITU, segir þó að að þetta sé skref í rétta átt.
„Við munum ekki hvílast þar til við lifum í heimi þar sem raunveruleg tenging er raunin fyrir alla, alls staðar,“ bætti hún við.
Gríðarlegur kippur varð meðal netnotenda á meðan Covid-tímabilinu stóð, en heldur hefur dregið úr vextinum á heimsvísu.
Markmiðið er að heimurinn verði allur nettengdur árið 2030 en ljóst er að mörg ljón eru enn í veginum.