Hlutu Nóbelsverðlaunin fyrir bólefni gegn Covid-19

Katalin Kariko (til vinstri) og Drew Weissman með verðlaun sem …
Katalin Kariko (til vinstri) og Drew Weissman með verðlaun sem þau hlutu í Japan á síðasta ári. AFP/Eugene Hoshiko

Katalin Kariko frá Ungverjalandi og Drew Weissman frá Bandaríkjunum hlutu Nóbelsverðlaunin í læknavísindum í morgun fyrir starf sitt við RNA-veirur sem lagði grundvöllinn að bóluefnum gegn Covid-19.

Fyrir fram voru þau talin líkleg til að hreppa verðlaunin.

Mynd af verðlaunahöfunum var varpað upp á tjald þegar tilkynnt …
Mynd af verðlaunahöfunum var varpað upp á tjald þegar tilkynnt var um verðlaunin í morgun. AFP/Jonathan Nackstrand

„Verðlaunahafarnir lögðu sitt af mörkum til þróunar bóluefna, á hraða sem hefur ekki áður þekkst, á meðan á einni mestu ógn við almannaheilsu stóð á síðari tímum,” sagði í tilkynningu frá dómnefndinni.

Kariko og Weissman fá afhenta eina milljón dollara hvor, eða 139 milljónir króna, við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, 10. desember.

mbl.is