Fyrstu myndirnar frá Euclid komnar í hús

Stjörnuþoka sem er í laginu eins og hestshöfuð, fjarlægar vetrarbrautir sem aldrei áður hafa sést og mögulegt hulduefni.

Allt þetta sést í fyrstu myndum Evrópsku geimferðastofnunarinnar frá geimsjónaukanum Euclid.

Sjónaukinn var tekinn í notkun í júlí síðastliðinum. Tilgangurinn með honum er að öðlast betri skilning á leyndardómum alheimsins.

mbl.is