Facebook biður Íslendinga að ákveða sig

Facebook biður fólk um að velja áskriftarleið án auglýsinga eða …
Facebook biður fólk um að velja áskriftarleið án auglýsinga eða að nýta sér samfélagsmiðilinn með óbreyttum hætti.

Meta, móðurfélag Facebook, Instagram og What´s app, hefur nú tekið í notkun áskriftakerfi sem veitir fólki tök á því að njóta samfélagsmiðla í áskriftarþjónustu. 

Með þessu er fyrirtækið að bregðast við regluverki Evrópusambandsins sem þrengt hefur að starfsemi tæknirisa á markaði. Þá sérstaklega hvað varðar gagnasöfnun um hegðun einstaklinga á netinu.

Þeir sem nota Facebook og Instagram reglulega geta nú átt von á því að Meta biðji notendur að taka afstöðu til þess að hvort það kjósi áskrift eður ei. Þeir sem velja áskrift geta fengið auglýsingalausa upplifun af samfélagsmiðlunum. 

Í tilkynningu kemur fram að áskrift komi til með að kosta sem nemur 1.474 kr. á vafra, en 1.917 kr. í síma.

Eftir sem áður gefst fólki kostur á að nota miðlana endurgjaldslaust. Einungis þeir sem eru yfir 18 ára aldri gefst kostur á að kaupa áskrift.

mbl.is