Harðar deilur um notkun gervigreindar

Söngkonan Dua Lipa er meðal listamanna sem skrifuðu undir áskorun …
Söngkonan Dua Lipa er meðal listamanna sem skrifuðu undir áskorun um að stjórnvöld gæfu tæknifyrirtækjum ekki vinnu þeirra. AFP/Angela Weiss

Áform breskra stjórnvalda um að greiða leið gervigreindarfyrirtækja við notkun gagna biðu hnekki í liðinni viku þegar þingmenn í efri deild breska þingsins tóku afstöðu með frekari vörnum fyrir rétthafa efnis.

Breska ríkisstjórnin áformar að breyta lögum svo fyrirtæki sem þróa gervigreind geti nýtt sér höfundarréttarvarið efni við þá vinnu án þess að fá til þess leyfi frá rétthöfum. Skemmst er frá að segja að þessi áform hafa ekki farið vel í fólk í menningargeiranum.

Þingmenn í efri deild samþykktu með 272 atkvæðum gegn 125 breytingu á frumvarpi stjórnvalda sem felur í sér að gervigreindarfyrirtæki þurfa að upplýsa hvaða höfundarréttarvarða efni er notað í tólum þeirra. Breska stjórnin var mótfallin þessum breytingum á frumvarpinu. Þetta er í annað sinn sem lávarðadeildin krefst þess að tæknifyrirtæki upplýsi hvort þau hafi notast við höfundarréttarvarið efni. Frumvarp stjórnarinnar fer nú aftur fyrir breska neðri deild þingsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert