Of flókið fyrir atkvæðagreiðslu

Steingrímur J. Sigfússon ræðir við fréttamenn við Stjórnarráðið.
Steingrímur J. Sigfússon ræðir við fréttamenn við Stjórnarráðið. mbl.is/Golli

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra varar við afleiðingum þess ef að Icesave-lögunum verður hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni, í viðtali við Svenska Dagbladet. Þar segir hann Icesave-deiluna of flókið mál til að fara með í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vitnað er í viðtalið við Steingrím á Bloomberg fréttavefnum. Vonast Steingrímur þar til þess að það takist að komast að nýju samkomulagi við Breta og Hollendinga.

„Það er einstakt að svo flókin spurning, sem veldur átökum við aðrar þjóðir og snýst um flókin efnahagsleg atriði, skuli vera sett í þjóðaratkvæðagreiðslu," er haft eftir Steingrími.

mbl.is