2.341 búinn að kjósa

Kosið er í Laugardalshöll.
Kosið er í Laugardalshöll. Kristinn Ingvarsson

Alls hafði 2.341 greitt atkvæði í utankjörfundaratkvæðagreiðslu, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, um kl. 17.00 í dag. Flestir kjósendanna eru úr Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Einnig eru þarna á meðal nokkur atkvæði úr Suðurkjördæmi. 

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010 fer nú fram í Laugardalshöll. Þar er opið alla daga frá kl. 10-22. Á kjördag verður opið frá kl. 10-18. Símar í Laugardalshöll eru 860 3380 og  860 3381


mbl.is

Bloggað um fréttina