12.297 atkvæði skráð

Utankjörfundarkosning fer fram í Laugardalshöll.
Utankjörfundarkosning fer fram í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar á morgun lauk kl. 22 í kvöld. Þegar þeim var lokið höfðu 12.000 manns kosið utan kjörfundar á öllu landinu að aðsendum atkvæðum meðtöldum. Í Reykjavík höfðu 6.800 manns kosið. Meðal þeirra sem ætla að kjósa á morgun er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, en hann greiðir atkvæði í Álftanesskóla í fyrramálið. 
mbl.is