Óvíst hvort stjórnin lifi af aðra atkvæðagreiðslu

DYLAN MARTINEZ

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir óvíst hvort ríkisstjórn Íslands myndi lifa af aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana við Hollendinga og Breta, að því er austurríska dagblaðið Der Standard hefur eftir ráðherranum í dag.

Lítið hefur gerst í Icesave-samningaviðræðum þjóðanna frá því að samningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars.

„Við vonumst til þess að ná samkomulagi eftir að ný ríkisstjórn tekur við í Hollandi," segir Gylfi í viðtali við  Der Standard.

Hann segist vonast til þess að ekki komi til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef kjósendur hafna á ný samkomulagi við Hollendinga og Breta þá muni það hafa slæm áhrif á efnahag landsins. „Ég veit ekki hvort ríkisstjórn okkar lifir það af."

mbl.is