Kosið verði einnig um ESB

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram breytingatillögu á Alþingi við þingsályktunartillögu um að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða forsetakosningum 30. júní í sumar um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.

Eins og mbl.is hefur fjallað um var þingsályktunartillagan samþykkt af meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær og verður hún tekin til umræðu í þinginu í dag sem og væntanlega breytingatillaga Vigdísar.

Samkvæmt breytingatillögunni er gert ráð fyrir því að til viðbótar spurningum tengdum tillögu stjórnlagaráðs verði spurt eftirfarandi spurninga í þjóðaratkvæðagreiðslunni: Vilt þú að stjórnvöld haldi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins?

mbl.is