Íhugaði að segja af sér

Kápa bókarinnar Steingrímur J. - Frá hruni og heim.
Kápa bókarinnar Steingrímur J. - Frá hruni og heim.

Steingrímur J. Sigfússon íhugaði að segja af sér ráðherraembætti aí kjölfar synjunar forsetans á lögum um Icesave árið 2010. Þetta er meðal þessu sem kemur fram í nýrri bók um ráðherrann fyrrverandi sem Björn Þór Sigbjörnsson skráði.

Í tilkynningu frá Veröld, útgefanda bókarinnar Steingrímur J - Frá hrundi og heim - kemur fram að ríkisstjórnin lýsti vonbrigðum með ákvörðun forsetans og gagnrýndi hana harðlega. Í yfirlýsingu sagði að þeim árangri sem náðst hefði í endurreisnaráætlun stjórnvalda væri teflt í tvísýnu. Fjármögnun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri ótrygg og fram hald hennar óvisst. Þá væru áhöld um hvort það væri pólitískt og stjórn skipu lega eðlilegt að forsetinn beitti málskotsréttinum þegar milliríkja mál væri annars vegar.

„Samhliða því að hefja tafarlaust aðgerðir til að draga úr því tjóni og neikvæðum áhrifum sem synjunin olli, íhugaði Steingrímur að segja af sér ráðherraembætti. „Ég hugsaði um það í tvo sólarhringa. Niðurstaða mín var sú að ég gæti ekki sagt af mér því þá hefði stjórnin fallið. Við hefðum ekki tollað inni í stjórninni og Samfylkingin líklega ekki heldur. Vandinn var sá að ég var formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og ef formaður stjórnarflokks gengur úr ríkisstjórn er stjórnarsamstarfi að mínu mati lokið sjálfkrafa. Ef ég hefði ekki verið formaður hefði ég líklega sagt af mér í von um að stjórnin gæti haldið áfram en það var bara ekki þannig. Ég hef oft velt því fyrir mér síðan hvort ég hefði ekki átt að gera þetta en slíkar vangaveltur eftir á hafa auð vitað lítið upp á sig.

Inn í þetta spilaði líka að landið var í ógnarlegri stöðu og þurfti kannski ekki mest á að halda, ofan í þessi ósköp, að ríkisstjórnin færi frá. Það hefði verið ábyrgðarhlutur að hlaupa frá þessu þannig að ég ákvað að setja undir mig hausinn og halda áfram.“

Steingrímur ræddi þessar hugsanir við bæði þingflokk VG og Jóhönnu Sigurðardóttur og Össur Skarphéðinsson. Allir sem hann færði þær í tal við réðu honum frá því að segja af sér,“ segir í tilkynningu frá Veröld.

mbl.is

Bloggað um fréttina