Laxinn mættur á Bíldsfell

Morgunblaðið/Einar Falur

Fyrstu laxarnir sem veiddust í Soginu komu upp úr svæðinu sem nefnist Alviðra og loksins eru fréttir af ferðum laxa á Bíldsfelli.

Jón Ingi Kristjánsson sem margir veiðimenn þekkja úr Vesturröst var við veiðar á miðvikudaginn á Bíldsfelli en það svæði þekkir hann ákaflega vel.  Hann setti í 5 laxa en tökurnar voru mjög grannar og þessir laxar sluppu líklega fegins hendi frá þeim hildarleik.  Sogið fer venjulega ekki í gang fyrr en fyrstu dagana í júlí þannig að þetta veit á gott ef laxinn er mættur upp eftir svona snemma.  Veiðimenn sem voru á ferð upp á Laugarvatn stoppuðu við brúnna yfir Sogið og sáu töluvert af laxi stökkva á Breiðunni ofan við brúnna og nokkra þeirra væna.  Líklega var þetta ganga á leiðinni upp úr en engin veiðimaður var við bakkann þegar þetta gekk yfir.  Sá sem hefði staðið þarna hefði líklega gert góða veiði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.
100 cm Nesveiðar Anna Margrét Kristinsdóttir 19. júlí 19.7.

Skoða meira