Tóku kvótann á fjórum tímum í Korpu

Jón Ingi og Dagur Breki með flotta veiði úr Korpu …
Jón Ingi og Dagur Breki með flotta veiði úr Korpu í gær. Mynd: Júlíus Ásbjörnsson

Korpa er komast í góðan gang og nýtur þess að vera í frábæru gönguvatni en mikið af laxi hefur verið að ganga í ána síðustu daga.

Við kíktum aðeins í nokkra veiðistaði í gærmorgun og þá voru líklega um 20-30 laxar í Berghyl, allir nýgengnir í ána.  Þegar sami staður var skyggndur nokkrum tímum síðar var hann tómur en næstu staðir þar fyrir ofan aftur á móti með nokkra laxa í hverjum hyl.  Laxinn virðist stoppa mjög lítið á neðstu stöðunum þegar svona gott vatn er í ánni og gengur hratt upp eftir. Júlíus Ásbjörnsson kíkti í ána ásamt vöskum félögum sínum í gær og voru þeir búnir að ná kvótanum, sem er átta laxar, eftir aðeins fjóra tíma við ána.  Samkvæmt Júlíusi var lax í flestum veiðistöðum alveg frá ós og upp að stíflu.  Töluvert er laust í ána í júlí og það má benda áhugasömum að skoða lausa daga á heimasíðu leigutaka www.hreggnasi.is

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Selá Jóhann Gunnar Arnarsson 13. ágúst 13.8.
100 cm Selá Kristín Ólafsdóttir 13. ágúst 13.8.
100 cm Víðidalsá Magnús 11. ágúst 11.8.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Víðidalsá Jón Trausti 5. ágúst 5.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.

Skoða meira