Hvað býður Vesturröst upp á?

Nú er komið að Vesturröst að sýna okkur sitt úrval fyrir skotveiðimenn þetta haustið. Ingó í Vesturröst segir nú frá spennandi vörum sem þeir bjóða upp á.

Hull-haglaskot

„Fyrst eru það vinsælu Hull-haglaskotin en þau eru mjög vönduð og hafa reynst vel við íslenskar aðstæður. Hraðinn á höglunum er mikill og þau eru vel hert og aflagast þá síður í hlaupi og gefa betri og jafnari ákomu. Plastið í hylkjunum er þykkt og gott og botninn er vandaður og hár upp á hylkið. Við bjóðum m.a. þessar tvær tegundir gæsaskota, Ultramax 42gr magnum með haglahraðann 1350 ft/sek sem er á 2.190 kr. pakkinn og síðan Solway Magnum 50gr 3'' skotin sem eru með haglahraðann 1400 ft/sek. Þau eru á 2790 kr. pakkinn.“

Baikal MP 155

„Nýjasta haglabyssan frá Baikal kom í hús til okkar fyrir nokkrum dögum en það er hálfsjálfvirka byssan MP155. Hún er uppfærsla af gömlu týpunni MP 153 sem margir þekkja vel á Íslandi. Þessi er hinsvegar bæði léttari og hefur vandaðri áferð. Baikal þarf ekki að kynna fyrir landanum enda verið fluttar inn í áratugi og hafa orð á sér fyrir að vera sterkar, traustar og nær óslítandi. Baikal á marga aðdáendur um allan heim og er það einhvernvegin þannig að þegar byssa er frá Baikal í Rússlandi þá á hún að vera sterk og duga. Og ekki skemmir verðið fyrir. Baikal MP155 kostar frá 95.900 kr.“

Dead Ringer Drop Box/Duck buster haglabyssumið

„Dead Ringer voru ekki að byrja frá grunni þegar þeir komu með Drop Box. Þeir komu fyrst með sporöskjulaga miðið, Duck Buster, sem hefur fengið frábærar viðtökur. Nú hefur verið bætt við nýju miði sem er ferkantað og er það ein besta nýjung sem komið hefur í haglabyssumiðum. Drop box miðið mun auka hittni þeirra sem hafa það auga ríkjandi sem ekki horfir eftir byssunni og geta núna haft bæði augu opin sem er mikilvægt. Einnig hjálpar miðið veiðimanninum að setja byssuna rétt upp að kinn. Drop Box er gert úr sömu gæða efnum og önnur Dead Ringer mið og án þess að kosta mikið. Í ramma og málmhluti er notað flugvélaál og í ljóspípurnar er Optical Lexan sem er sama efni og er notað í skotheldu gleri. Drop Box og Duck Buster miðin kosta 4.950 kr.“

Redhead felubyrgi

„Í aðdraganda skotveiðitímabilsins hefur verið mikil ásókn í liggjandi felubyrgi hjá Vesturröst. Við bjóðum felubyrgi frá Redhead sem hafa reynst einstakalega vel við íslenskar aðstæður. Ástæða þess að menn vilja byrgi til að vera í á gæsaveiðum er sú að það er þægilegt að vera í þeim í öllum veðrum svo getur þú sett það upp á tún, akur móa eða mýri   stillt því upp á þann stað sem þú telur vænlegastan og sett gervigæsirnar í kringum þig. Byrgið er falið betur með að setja strá eða gras í þar til gerðar lykkjur, þá fellur það alveg inn í umhverfið og ekki sjást útlínur á mönnum eða hreyfing. Redhead felubyrgi kostar 45.900 kr.“

Sillosock gervigæsir

„Þessar gervigæsir hafa það sem þarf, þær hreyfast í vindi, eru léttar, taka lítið pláss og eru mjög auðveldar í uppsetningu. Það sem skiptir mestu máli er að þær draga vel að aðrar gæsir. Þær eru úr möttu plasti og eru mjög sterkar. Einnig er efnið í þeim þannig höndlað að það glampar ekki á það í sól og bleytu eins og gerir oft með plast gervigæsir. Þarna er hægt að bæta við sig gæsum án þess að bílinn fyllist. Þær koma 12 í pakka og eru á 24.900. Einnig fæst hjá okkur fluggæs sem er mjög eðlileg þegar vængirnir hreyfast í golu eða vindi og ekki þarf mikinn vind til. Fluggæsin er á 7.900 kr.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira