Veiði hafin í Svartá í Skagafirði

Fallegur urriði úr Svartá.
Fallegur urriði úr Svartá. Valdemar Friðgeirsson

Veiði hófst í ánni nú um helgina og kemur hún vel undan vetri að sögn leigutaka. Svartá er fjögurra stanga urriðaá en fyrir neðan svonefndan Reykjafoss breytir áin um nafn og gengur undir nafninu Húseyjarkvísl. Reykjafoss er ólaxgengur en þar fyrir neðan er þekkt laxa og sjóbirtingssvæði.  Í Svartá er staðbundinn urriði og undanfarin ár hefur verið unnið að rannsóknum á stofnunum árinnar með það að markmiði að byggja þá upp. Hefur það tekist mjög vel og hefur veiðin aukist mikið og urriðinn stækkað. Valdemar Friðgeirsson var einn þeirra sem var í opnunarhollinu og fengum við þessar myndir hér lánaðar hjá honum. Veiðin var góð og urriðinn sterkur og sprækur. Um 30 urriðar komu á land, flestir um 50 cm langir en sá stærsti var 64 cm langur sem Guðmundur Ármann veiddi. Mest var veiðin á púpur og var þar flugan Hrafna fremst í flokki.

Við Svartá í Skagafirði.
Við Svartá í Skagafirði. Valdemar Friðgeirsson
Fallegum urriða landað úr Svartá.
Fallegum urriða landað úr Svartá. Valdemar Friðgeirsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Lagarfljót Jóhannes Sturlaugsson 2. október 2.10.
100 cm Stóra - Laxá Vigfús Björnsson 30. september 30.9.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.

Skoða meira