Stórurriðar á land úr Þingvallavatni

Nils með urriðann stóra úr Þingvallavatni í gær.
Nils með urriðann stóra úr Þingvallavatni í gær. Nil Folmner

Danski stórveiðimaðurinn Nils Folmer fékk í gær eina mestu stórurriðaveiði sem um getur í Þingvallavatni. Að auki veiddi hann einn stærsta urriða sem vitað er um að hafi veiðst á landinu á seinni árum.

Á innan við einum sólarhringi veiddi hann sjálfur fjóra urriða í yfirstærð sem voru 101, 90, 89 og 86 sentímetra langir. Ásta eiginkona hans var með honum og landaði hún 98 sentímetra urriða, auk þess sem annar maður var með þeim í för og veiddi 95 sentímetra langan urriða. Þetta er með ótrúlegri stórfiskaveiðum í silungsveiði sem um getur.

Taldi Nils að 101 og 98 sentímetra löngu urriðarnir væru talsvert yfir 30 pund. Sagði Nils í samtali við mbl að þessi upplifun í veiði væri með ólíkindum og hann væri enn að klóra sér yfir þessu. Hann sagði að hinn stóri 101 sentímetra langi urriði hafi hann veitt á púpu númer 12, en hinn 98 sentímetra landi urriði hennar Ástu hafi hún veitt á Wolly Bugger. Þá kvaðst Nils hafa veitt 90 og 89 sentímetra urriðana á Caddis þurrflugu og á púpu.

Þar fyrir utan lönduðu þau fjölda urriða sem voru á bilinu 50 til 80 sentímetra langir

Nils hefur verið iðinn við veiðar á Ion-svæðinu í sumar og hefur landað þar samtals 174 urriðum.

Hér er sá stóri mældur samviskusamlega.
Hér er sá stóri mældur samviskusamlega. Nils Folmer
Hér er Ásta með sinn stóra.
Hér er Ásta með sinn stóra. Nils Folmer
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.
101 cm Miðfjarðará Erik Koberling 18. september 18.9.
104 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 18. september 18.9.
101 cm Víðidalsá Hörður Sigmarsson 15. september 15.9.
100 cm Miðfjarðará Páll Guðmundsson 15. september 15.9.
108 cm Vatnsdalsá Ingólfur Davíð Sigurðsson 10. september 10.9.

Skoða meira