Sjóbirtingsveiði fer vel af stað

Valgarður Ragnarsson með fallegan sjóbirting við Húseyjarkvísl fyrr í dag.
Valgarður Ragnarsson með fallegan sjóbirting við Húseyjarkvísl fyrr í dag. Valli

Fyrstu veiðisvæðin til stangveiða opna að jafnaði þann fyrsta apríl ár hvert, einkum fyrir sjóbirting. Samkvæmt fyrstu fréttum þá veiddist víða vel þennan fyrsta dag veiðitímabilsins þrátt fyrir nokkurn kulda.

Fram kemur hjá fyrirtækjum Icelandic Fly Fishermen, sem annast leigu á Tungulæk við Kirkjubæjarklaustur, að opnunardagurinn hafi verið frábær þrátt fyrir að alhvít jörð hefði  verið á bökkum árinnar. Fram kom að ríflega 100 sjóbirtingum af öllum stærðum hafi verið landað í dag á þrjár stangir. Eingöngu er veitt á flugu í Tungulæk og öllum fiski sleppt aftur.

Í næsta nágrenni við Geirlandsá  opnaði stjórn Stangveiðifélags Keflavíkur samkvæmt venju. Þar veiddust í dag um 80 fiskar sem voru allt að 91 cm langir. Veitt er á fjórar stangir  í Geirlandsá.

Tungufljót í Skaftártungu opnaði með álíka hvelli og hinar, en þar komu um 70 fiskar á land á stangirnar fjórar. Var talsvert af stórfiski í afla veiðimanna og var sá stærsti 91 cm.

Húseyjarkvísl í Skagafirði gaf um 40 sjóbirtinga í dag þrátt fyrir að hálfvetrarlegt væri úti við. Að sögn Valgarðs Ragnarssonar sem hefur leigt ána um árabil voru 10 af þeim yfir 60 cm, en hinir þaðan af minni.

Þá opnuðu líka Litlaá í Kelduhverfi og Varmá í Ölfusi og samkvæmt fyrstu fréttum það fór veiði vel af stað þó heildarveiði dagsins liggi ekki fyrir.

Við Húseyjarkvísl fyrr í dag.
Við Húseyjarkvísl fyrr í dag. Valli
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert