Netaveiði bönnuð í Ölfusá og Hvítá

mbl.is/kristinn

Samþykkt var á miklum hitafundi Veiðifélags Árnesinga í gærkvöldi að aðeins yrði veitt á stöng á svæði félagsins sumarið 2019. Þetta kemur fram í Flugufréttum í dag.

Lax verður því ekki veiddur í net í Ölfusá og Hvítá sumarið 2019.

Tillagan var samþykkt með 88 atkvæðum gegn 68 atkvæðum. Netabændur eru ósáttir með ákvörðunina og þeir munu væntanlega kæra ákvörðunina og freista þess að leita réttar síns fyrir dómstólum.

Drífa Kristjánsdóttir á Torfastöðum bar upp tillöguna en hún er formaður Tungufljótsdeildar félagsins. Í samtali við Flugufréttir í gærkvöldi sagði Drífa að tillagan hefði ekki verið tilkynnt fundarmönnum fyrir fundinn. „Það hefur ekki verið hefð fyrir því að stjórn félagsins tilkynni sínar tillögur fyrir fram og því sáum við enga ástæðu til þess að gera það.“

Hægt er að lesa nánar um þetta í Flugufréttum sem komu út í morgun

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert