Laxá á Ásum opnar

Sturla með fyrsta laxinn við Dulsurnar.
Sturla með fyrsta laxinn við Dulsurnar. asum.is

Laxá á Ásum opnaði klukkan sjö í morgun og leið ekki langur tími þar til fréttir bárust af fyrsta laxinum.

Það var leigutakinn, Sturla Birgisson meistarakokkur, sem landaði þeim fyrsta úr svokölluðum Efri-Dulsum. Þær eru talsvert neðarlega í ánni og geta verið ákaflega gjöfular í upphafi veiðitímans og á meðan göngur laxa eru sterkar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert