Langá fer vel af stað

Veitt í Strengjunum neðan við Skuggafoss í Langá.
Veitt í Strengjunum neðan við Skuggafoss í Langá. Einar Falur

Langá á Mýrum opnaði í gærmorgun og byrjunin lofar góðu samkvæmt fréttum frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur.

Fram kom að 15 löxum hefði verið landað á morgunvaktinni í gær og var laxinn nokkuð vel dreifður um ána og talsvert af honum komið upp fyrir Skuggafoss. Veiddust laxar meðal annars á Kríubreiðu og Hrafnseyri sem eru nokkuð ofarlega í ánni.

Eitthvað var um stóra tveggja ára fiska sem voru á bilinu 85 til 90 cm, í bland við hefðbundna smálaxa.

Þá kom fram að eftir þrjár fyrstu vaktirnar í Hítará var búið að landa 16 löxum á stangirnar fjórar. Einn stórfiskur slapp eftir mikil hlaup niður ána sem menn töldu í kringum 20 pundin.

Eins og yfirleitt á þessum tíma hafa flestir laxarnir veiðst í kringum veiðihúsið Lund og þar fyrir neðan, eins og á Breiðinni, Kverkinni, Steinastreng og Steinabroti. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert