Góð byrjun í Vatnsdalsá

Stórlax úr Hnausastreng.
Stórlax úr Hnausastreng. vatndalsa.is

Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu opnaði eftir hádegið í gær og í lok dags voru menn sáttir við afrakstur fyrsta dagspartsins.

Samkvæmt fregnum frá Birni Kr. Rúnarssyni sem staddur er við ána þá komu sjö laxar á land þessa fyrstu vakt og voru það allt vænir tveggja ára fiskar á blinu 79 til 100 cm. Sex komu á land fyrir neðan Flóðið og þar urðu menn varir við talsvert af laxi í Hnausastreng og Hólakvörn.

Þá kom einn 100 cm dreki á land úr Hnausastreng sem Margrét Haraldsdóttir veiddi á eins tommu Collie Dog túpu.

Sá sem kom á land upp í dal fyrir ofan Flóð var 97 cm og veiddist úr Hraunhyl. Til viðbótar fréttist af einum sem misstist úr Efri Ármótum við Álku þannig að eitthvað af fiski virðist genginn inn eftir dalnum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert