Stórlax á land úr Ásunum

Hrygnan stóra úr Langhyl fyrr í dag.
Hrygnan stóra úr Langhyl fyrr í dag. asum.is

Greint er frá því inn á fluguveiðiversluninni Haugur að stórlax hafi komið á land úr Laxá á Ásum  fyrr í dag. 

Fram kemur að Sigurður Hannesson hefði þar sett í 103 cm hrygnu í Langhyl sem landað var eftir 20 mínútna baráttu. Var henni sleppt að lokinni myndatöku eins og tíðkast í ánni. Tók sú stóra „Skugga Ská Skorinn“-túpu sem er hönnuð er af Sigurði Héðni fluguhnýtara en vinsældir hennar hafa aukist mikið upp á síðkastið.

Opnunarhollið í Laxá á Ásum lauk veiðum í gær og endaði með 19 laxa á land og kemur fram hjá leigutakanum að laxinn sé orðinn vel dreifður um alla á. Stærstu laxarnir sem komu þá á land voru 92 cm og urðu menn þá einnig varir við nokkra smálaxa sem þegar virðast vera mættir. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert